Merkjakerfið er verkfæri sem á að stuðla að bættu aðgengi á Íslandi og tryggja að almenningur hafi öruggar og réttar upplýsingar um aðgengi að byggingum og útisvæðum Íslands. Verkfærið er ætlað einkaaðilum, fyrirtækjum og opinberum aðilum sem hafa umsjón með byggingum og öðrum mannvirkjum.
Notið hnappin "Leita" hér til hliðar til að fá ítarlegar upplýsingar um aðgengi að einstökum byggingum, fyrirtækjum eða útisvæðum, sem eru skráðar í Merkjakerfið. Þannig má t.d. auðvelda skipulagningu ferðalaga og daglegra athafna.
Ef þú vilt geta boðið alla velkomna í fyrirtæki þitt er hægt að fá aðgengismat samkvæmt leiðbeiningum og kröfum Merkjakerfisins. Vinsamlegast hafið samband við Aðgengi ehf sem mun veita nánari upplýsingar um matið og hvernig þú getur bætt aðgengi í fyrirtæki þínu gert það aðgengilegt öllum.