Godadgang Logo

Hraunfossar

Hraunfossar

Hraunfossar og Barnafoss eru falleg og sérstæð náttúrufyrirbæri og þangað leggur fjöldi ferðamanna leið sína til að skoða þessar stórkostlegu náttúruperlur. Hraunfossar eru tærar og kaldar lindir sem koma undan hrauninu og renna í fossum og flúðum niður í Hvítá. Barnafossinn sjálfur hefur verið að breytast í manna minnum en áin hefur grafið sig niður úr hrauninu og rennur í djúpu og þröngu gljúfri. Áður fyrr var steinbogi yfir fossinn sem var samgönguleið á milli Hálsasveitar og Hvítársíðu. Um nafngiftina á Barnafossi er eftirfarandi saga : Einu sinni bjó ekkja í Hraunsási. Hún var efnuð vel og meðal annars átti hún Norðurreyki í Hálsasveit. Tvö börn átti hún. Voru þau komin á legg, er saga þessi gerðist. Eitt sinn átti að halda aftansöng á jólanótt á Gilsbakka. Þangað fór Hraunsáskonan með allt sitt fólk, að undanskildum börnunum tveim. Þau áttu að leika sér heima við. Tunglskin var og blítt veður. Þegar fólkið kom heim voru börnin horfin. Spor þeirra lágu að steinboganum á ánni. Lét þá móðir þeirra höggva bogann niður með þeim ummælum að yfir Barnafoss skyldi enginn maður komast lífs af um aldur og ævi. En í minningu um börnin gaf hún Reykholtskirkju Norðurreyki. (Kristleifur Þorsteinsson II (1972) Hvítá.276). Heimild: www.Husafell.is Hraunfossar – (einnig nefndir Girðingar) – er samheiti á ótal tærum, fossandi lindum sem koma undan Hallmundarhrauni, sem á þessum stað er nefnt Gráhraun, og renna í Hvítá í Borgarfirði. Skammt frá Hraunfossum er bærinn Gilsbakki í Hvítársíðu, ferðamannastaðurinn Húsafell er þar í grennd og ekki er langt til Reykholts. Úrkoma sem fellur á hraunið og jarðvatn sem síast frá umhverfinu, rennur á milli hraunlaga og kemur fram við hraunjaðarinn og myndar Hraunfossa. Vatnið kemur fram undan hraunjaðrinum á um 1 km löngum kafla. Falla þar fram í Hvítá ótal bunur og fossar, um kletta og skógarkjarr, allan ársins hring. Rennslið frá lindunum er um 5 m³/s (rúmmetrar á sekúndu) og vatnshitinn um 3,5°C. Barnafoss er gljúfri í Hvítár ofan við Hraunfossa. Staðurinn er þekktur fyrir steinboga (brýr) sem áin hefur markað í bergið með ógnarkrafti sínum. Meðalrennsli árinnar er að jafnaði 80 m³/s en hefur í flóðum mælst allt að 500 m³/s. Þá flæðir áin upp úr þrengingunum og yfir nærliggjandi svæði eins og umhverfið ber með sér. Svæðið var friðlýst árið 1987. Heimild: http://is.wikipedia.org/wiki/Hraunfossar

Mærkede steder
Hraunfossar - Barnafoss
Barnafoss

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede



Hraunfossar - brú yfir Hvítá
brú yfir Hvítá

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede



Hraunfossar - Útsýnispallur
Útsýnispallur

FluebenSynshandicappede, Hørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede



Hraunfossar- Bílastæði og WC
Hraunfossar- Bílastæði og WC

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede


Kontaktinformationer
AdresseHvítá, 320 Borgarfirði

Telefon4372214

Emailupplysingamidstod@vesturland.is

Hjemmesidevesturland.is

Ulla Kramer

Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.

info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96