Reykjavíkurborg - Kjarvalsstaðir - Kaffi Kompaníið
Kjarvalsstaðir voru teknir í notkun árið 1973 en höfðu þá verið í byggingu frá árinu 1966. Arkitekt er Hannes Kr. Davíðsson en þetta er fyrsta byggingin á Íslandi sem sérstaklega er hönnuð fyrir myndlist. Auk tímabundinna sýninga á Kjarvalsstöðum eru þar eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972). Kjarval skipar sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Veitingar Matreiðslumaðurinn Ari Heimisson slær nýjan tón í fjölbreyttu úrvali á hollusturéttum í bland við ljúffengt kaffibrauð á verði við allra hæfi. Opið alla daga frá kl. 10-17. Athugið að ekki þarf að greiða aðgangseyri til að komast á kaffihúsið. Verslun Á Kjarvalsstöðum er safnverslun þar sem boðið er upp á úrval innlendra og erlendra listaverkabóka og sýningarskráa sem safnið hefur gefið út í gegnum árin. Þar er einnig til sölu ýmis gjafavara frá KRAUMI, gjafakort og eftirprentanir af kunnum listaverkum. Einnig afsteypur af verkum Ásmundar Sveinssonar. Verslunin er opin á opnunartíma safnsins. Um heimsókn á Kjarvalsstaði Gestir eru vinsamlegast beðnir um að snerta ekki listaverkin í safninu. Barnavagnar, bakpokar, stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferða miklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum. Í afgreiðslu er geymsla fyrir vagna, kerrur og hjólastóll til láns og læstir skápar fyrir gesti.









Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.
info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96