Reykjavíkurborg - Laugardalslaug - Innilaug og heitur pottur
Við innilaugina er rafstýrð lyfta sem staðsett er við bakka laugarinnar. Heiti potturinn við innilaugina er í 50 cm hæð frá gólfi en það er ekki lyfta við hann. Áhorfendabekkir eru við aðra langhlið laugarinnar. Vilji áhorfendur vera niðri við laugina þurfa hjólastólanotendur að vera til hliðar við áhorfendabekkina. Fyrir ofan efstu sætaröð á áhorfendapöllunum eru svalir þar sem hægt er að koma fyrir mörgum hjólastólum sé þörf á því. Aðkoma að svölunum er um lyftu sem staðsett er innaf adgreiðslu sundlaugarinnar. Snyrtingar með aðgengi fyrir hjólastólanotendur, annarsvegar frá hægri og hinsvegar frá vinstri hlið eru á 1. hæð við lyftuna. (snyrtingarnar uppfylla lágmarkskröfur fyrir hjólastólanotendur, fyrir aðgengi frá anarri hliðinni) Einnig eru fjórar snyrtingar á innilaugarsvæðinu, (2 karla- og 2 kvennasnyrtingar) og er önnur með aðgengi frá hægri hlið en hin frá vinstri hlið. (snyrtingarnar uppfylla lágmarkskröfur fyrir hjólastólanotendur, fyrir aðgengi frá anarri hliðinni) Búningsklefar innilaugarinnar eru þeir sömu og fyrir útilaugina. (sjá eftirfarandi skráningu) ATH. í sundlauginni eru 4 stakir klefar með aðgengi fatlaðs fólks í huga og þar eru bekkir, baðstólar og rými fyrir aðstoðarfólk. Klefarnir geta verið nýttir af notanda með aðstoð af gagnstæðu kyni. Þegar úttektin er gerð er mismunandi búnaður inni í klefunum svo notendum er bent á að spyrjast fyrir um aðstæður eða óska eftir ákveðnum klefa.









Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.
info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96