Fosshótel Reykholt - Herbergi 103
Almennt um aðgengi Fosshótels Reykholti. Heilsusetur og ráðstefnuhótel Gott aðgengi er á 1. hæð byggingarinnar, það er að segja í móttöku, almennri snyrtingu, herbergjum 103 (salerni aðgengilegt frá hægri hlið)og herbergi 104 (salerni aðgengilegt frá vinstri hlið)og hægt er að komast í heilsulind hótelsins en herbergin þar eru heldur lítil þó er eitthvað hægt að færa til húsgögn til að auka rýmið. Heilsulind: Dagljósaherbergi Nuddherbergi Ilmherbergi Hvíldarherbergi Matsalur og bar er ekki aðgengilegt hjólastólanotendum án aðstoðar þar sem fara þarf niður 4 tröppur til að komast þangað og engin lyfta. Nokkur borð eru á "efri pallinum" og auðsótt að fá þjónustu á þau komist gestir ekki niður. Handlistar eru við tröppur. Funda- og ráðstefnusalir eru aðgengilegir fyrir utan einn á 2. hæð. Útisvæðið í garði hótelsins er nokkuð aðgengilegt og þar eru 3 heitir pottar. Pottarnir eru háir og hægt að komast alveg upp að þeim á hjólastól. ATH. Aðkoman að útisvæðinu er annarsvegar um anddyri við móttöku en þar er tvö þrep niður auk þröskuldar í inngangshurð en þá eru einungis 3 cm hæðarmunur upp á timburpallinn við pottana. Hinsvegar er farið út þeim megin sem heilsulindin er og þá er 5 cm þröskuldur í inngangshurð og 1 1/2 þrep upp á pallinn við pottana.
Oversigt over Fosshótel Reykholt









Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.
info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96