Godadgang Logo

Gullfoss - efri útsýnispallur

Gullfoss - efri útsýnispallur

Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m djúp. Efri fossinn er u.þ.b. 11 m hár en hinn neðri 21 m. Gljúfrið er u.þ.b. 2½ km langt og hefur myndast á síðustu 10.000 árum (25 sm á ári). Hvammur í gljúfrinu, nokkru neðan Gullfoss, heitir Pjaxi. Ofan Gullfoss eru straumharðar flúðir í ánni. Samkvæmt sögnum óðu menn ána þar, þótt ólíklegt sé. Sagt er að Þórður Guðbrandsson frá Brattholti hafi beðir sér konu á þeim slóðum yfir ána. Hún tók vel í það og sagðist mundu taka honum, ef hann kæmi strax til sín yfir ána, sem hann gerði. Árin 1930 og 1948 komu svo stór flóð í ána, að neðri foss Gullfoss hvarf og gljúfrið fylltist af vatni. Fossinn var í eigu Brattholtsbænda, þegar hann komst í hendur erlends fyrirtækis, sem hugðist virkja ána í gljúfrinu. Sigríður Tómasdóttir, eigandi og ábúandi Brattholts fyrr á 19. öldinni undi því ekki, að bezti vinur hennar, fossinn, væri í eigu útlendinga og hyrfi líklega. Hún höfðaði mál gegn fyrirtækinu og fékk Svein Björnsson til aðstoðar. Hún tapaði miklu fé á þessu máli en fossinn komst aftur í eigu Íslendinga og hefur verið í eigu ríkisins síðan Minnisvarði um Sigríði var reistur í gljúfrinu við neðri bílastæðin árið 1978. Hann gerði Ríkharður Jónsson. Pjaxi er kjarrhvammur í vestanverðu gljúfrinu neðan Gullfoss. Þar er friðsælt og gróður fjölskrúðugur. Einstigið niður í hvamminn krefst varkárni og er ekki fyrir lofthrædda. Ein kennina um nafngiftina er latneska orðið „pax”. Gullfoss var friðlýstur árið 1979 og var markmiðið með friðlýsingu Gullfoss að friða fossinn og gljúfrið neðan hans og leyfa fólki að njóta þessara náttúruundra. Lífríki svæðisins nýtur líka friðunar og gróðri er ekki breytt með beit, ræktun eða áburðargjöf. Tilgangur með friðlýsingu lands er oft sá að varðveita sérkennilega eða fallega náttúru til að fólk geti notið hennar um ókomna tíð. Mikilvægt hlutverk friðlýstra svæða er einnig að vera griðastaður sjaldgæfra tegunda plantna og dýra sem annars gætu horfið, og að friðlýstum svæðum gefst ómetanlegt tækifæri til að skoða náttúruna, læra um hana og rannsaka hana í samanburði við svæði sem nýtt eru á hefðbundinn hátt. Á mælikvarða jarðsögunnar er saga mannsins í náttúrunni aðeins örskotsstund. Hann hefur þó með lífsháttum sínum breytt umhverfi sínu mikið, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á friðlýstum náttúrusvæðum er reynt að draga úr áhrifum mannsins, halda mannvirkjagerð í lágmarki og raska ekki landi, jarðmyndunum eða lífríki. Áhugaverðar krækjur fyrir Gullfoss og textinn er samsettur úr upplýsingum frá nokkrum af þessum heimasíðum: http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_gullfoss.htm http://www.gullfoss.is/ http://is.wikipedia.org/wiki/Gullfoss http://www.nat.is/travelguide/gullfoss_geysir_ferdavisir.htm http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/Gullfoss_kort.pdf http://www.hotelgullfoss.is/ http://www.google.is/search?q=gullfoss&hl=is&sa=G&prmd=ivnsm&tbm=isch&tbo=u&source=univ&ei=tt87TtWLLIuKhQfHjaWwAg&ved=0CDQQsAQ&biw=1086&bih=1022 http://live.mila.is/gullfoss/ http://is.visiticeland.com/Leitarnidurstodur/Skodaahugaverdanstad/gullfoss-waterfall Stórkostlegar myndir: http://www.ismennt.is/not/jonasg/0landid/jg03/0jgsudurl/0jgsudurl.html

Oversigt over Gullfoss

Klik på "alle" eller en gruppe for flere detaljer
Information ALLE
Udråbstegn Kørestolsbrugere
Udråbstegn Gang-, arm- og håndhandicappede
Udråbstegn Synshandicappede
Udråbstegn Hørehandicappede
Flueben Personer med astma og allergi
Udråbstegn Udviklingshandicappede
Udråbstegn Personer med læsevanskeligheder
Kontaktinformationer
AdresseGullfossi 1, 801 Selfossi

Telefon(00354) 535-5500

Emailupplysingar@icetourist.is

Hjemmesidehttp://is.visiticeland.com/Leitarnidurstodur/Skodaahugaverdanstad/gullfoss-waterfall

Ulla Kramer

Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.

info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96