Hafnarfjörður - Setbergsskóli - Íþróttahús - fyrirlestrarsalur
Fyrirlestrarsalur íþróttahúss Setbergsskóla er í raun á tveim hæðum. Á efri hæðinni, efsta palli, er gott rými fyrir hjólastóla og staka stóla við föst borð. Gengið er niður að ræðupúlti og töflu um tröppur sem liggja í miðjum salnum. Sætaraðir með föstum stólum og borðum eru beggja vegna við tröppurnar. Engin lyfta er í salnum en hægt er að fara fram á gang,um 20 metra að hjólastólalyftu, koma út á neðri hæð hússins og til baka eftir gangi framan við búningsklefa (um 20 m). Við enda gangsins fyrir framan búningsklefana er garið inn um brunahurð og haldið eftir 1 m breiðum gangi að hurð sem liggur inn í geymslu. Fara þarf í gegnum geymsluna og inn um brunahurð sem liggur inn á neðri hæð fyrirlestrarsalarins. Þess má geta að þegar úttektin fór fram er "geymslan" vinnuherbergi og þrengja bæði borð og stólar umferð í gegnum rýmið.









Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.
info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96