Godadgang Logo

Hallormsstaðaskógur

Hallormsstaðaskógur

Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur Íslands, 27 km frá Egilsstöðum, austan Lagarfljóts og 5 km frá mynni Jökulsár í Fljótsdal. Árið 1899 setti Alþingi lög um verndun skógarins og hefur mikil ræktun átt sér þar stað síðan. Þar hófust tilraunir með ýmsar erlendar trjátegundir árið 1903 og gróðursetning hófst að ráði eftir 1950. Mestur hluti skógarins var girtur á árunum 1905-08 og síðan bætt við girðingar árin 1927 og 1957. Nú eru 740 ha innan girðingar, 370 ha náttúrulegur birkiskógur og 177 ha erlendar trjátegundir. Annað land innan girðingarinnar er skóglaust og báðum megin girðinganna er landið friðað, Hafursá og hluti Mjóaness (413 ha) að utanverðu og Ásar og Buðlungavellir (701 ha) að innanverðu. Flatarmál friðaðs lands er 1854 ha á 15 km löngu svæði meðfram Lagarfljóti. Skógurinn hefur verið friðaður fyrir fjárbeit síðan 1940. Rétt austan gróðrarstöðvarinnar, sem var stofnuð 1903 og hóf strax tilraunir með erlendar trjátegundir, getur framleitt á þriðju milljón trjásprota á ári, er hið athyglisverða Trjásafn, sem allir ættu að skoða. Þar eru flest hinna elztu og stærstu trjáa. Um skóginn liggja u.þ.b. 40 km merktra göngustíga og gönguslóðar. Birkiskógurinn á Hallormsstað er sjálfgróinn. Elzta birkið hefur náð 12 m hæð og 150-160 ára aldri. Hvergi annars staðar er meira af náttúrulegum reyniviði, sem hefur náð 12 m hæð. Náttúrulegur gulvíðir, sem hefur náð allt að 8 m hæð, er víða að finna. Fjöldi innfluttra tegunda frá 650 stöðum á jörðunni er í nánd við 90 (rauðgreni 23%, síberíulerki 14%, blágreni 13%, rússalerki 13%, sitkagreni og sitkabastarður 10%, hvítgreni 7%, stafafura 7% og aðrar teg. 13%). Árið 1995 var staðfest, að lerkitré í skóginum hefði náð 20 m hæð, fyrst trjáa á Íslandi. Síðan þá hafa mælzt hærri tré, s.s. Alaskaösp 22,8 m árið 2005. Hallormsstaður var prestsetur frá 14. öld til 1880 og sóknarkirkjan með kirkjugarði fast við bæinn var þar til 1895. Trjásafnið er beggja vegna gróðarstöðvarinnar neðan þjóðvegar milli Staðarár og Atlavíkur. Kjarni þess er í Mörkinni, þar sem gróðrarstöðin færði út kvíarnar á 20. öldinni. Mörkin var fyrst girt árið 1902 og girðingin var ekki tekin niður fyrr en á níunda áratugnum. Þarna höfðu verið gróðursettar margs konar tegundir til reynslu allt fram á áttunda áratuginn. Það má því segja, að þarna sé hægt að sjá upphaf skógræktar á Íslandi. Trjásafnið (30 ha) í skóginum býr yfir stórvaxnasta og fjölbreyttasta safni erlendra trjáa á landinu og er mjög rómað meðal erlendra skógræktarmanna og ferðamanna. Elzti hluti þess er aðgengilegur með góðum stígum og skýringum. Í lok 1-2 klst gönguferðar um það er heillaráð að kíkja á elztu starfandi uppeldisstöð fyrir trjáplöntur á landinu. Í Atlavík er gott tjaldstæði með snyrtiaðstöðu. Þar hafa verið haldnar útisamkomur Austfirðinga um árabil. Sumarhótel eru á Hallormsstað og þar hefur verið rekinn þekktur hússtjórnarskóli síðan 1930, annar tveggja slíkra, sem enn starfa. Grunnskóli með heimavist að hluta var stofnaður 1967. Fljótsdalshreppur og Austur-Hérað reka hann. Þar hefur verið rekið hótel um áratugaskeið. Sundlaug og íþóttahús eru við skólann. Sumargisting er rekin í Hússstjórnarskólanum. Einnig er gistiheimili að Eyjólfsstöðum en þar í grennd eru og sumarhús nokkurra stéttarfélaga. Vegalengdin frá Reykjavík er 698 og 726 km. Heimildir: Sigurður Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri, Rit Skógræktar ríkisins. Hallormsstaður - Í Skógum, Hjörleifur Guttormsson og Sigurður Blöndal 2005 Áhugaverðar krækjur: http://www.nat.is/ http://www.skogur.is/thjodskogarnir/

Mærkede steder
Hallormsstaðaskógur - Atlavík
Atlavík

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede



Hallormsstaðaskógur - Guttormslundur
Guttormslundur

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede



Hallormsstaðaskógur - Trjásafnið
Trjásafnið

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede


Kontaktinformationer
AdresseHallormsstað, 701 Egilsstöðum

Telefon535 5500

Emailupplysingar@ferdamalastofa.is

Hjemmesidewww.ferdamalastofa.is

Ulla Kramer

Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.

info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96