Godadgang Logo

Jökulsárlón

Jökulsárlón

Jökulsá sem fellur undan Breiðamerkurjökli, því sem næst á miðjum Breiðamerkursandi, og er, þótt hún sé ekki nema á að giska 1500 m löng, í röð vatnsmestu fljóta á landinu. Er meðalrennsli hennar 250-300 m³/s. Um síðustu aldamót var Jökulsá enn styttri, þá var hún aðeins um 1000 m. Áður féll hún beint undan jökli í sjó fram en á seinni árum hefur orðið stórfelld breyting á þessu svæði vegna hlýnandi loftslags. Hefur myndast stórt stöðuvatn milli Breiðamerkurjökuls og jökulöldu, að mestu eftir 1950. Dýpið var mælt sumarið 2009 og reyndist vera 284 metrar. Áin styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m. Yfirborð lónsins hefur lækkað stöðugt, þannig að það gætir sjávarfalla í því. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og elurinn eltir ætið. Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna og ekki óalgengt að selir heimsæki lónið. Það er ógleymanlegt að sigla með bátunum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins og ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar. Þar er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn og þar er lítið veitingahús. Jökulsá var í röð skæðustu vatnsfalla á Suðurlandi. Hefur margt manna drukknað við að reyna að komast yfir hana. Áður var oft farið fyrir upptök árinnar á jökli ef hún reyndist óreið. Var þá þrætt á milli jökulsprungnanna um stórhættulega leið og gat ferðin tekið nokkrar klukkustundir, lengst 14 klukkustundir svo vitað sé. Miklu styttra var að fara á undirvarpi, sléttri íshellu rétt ofan við útfall árinnar úr jöklinum, sem stundum var fært. Um 1870 var hafist handa um að velja og merkja leið yfir jökulinn og var hún stikuð á hverju ári fram til 1941. Árið 1932 var tekið að ferja yfir Jökulsá en á árunum 1966-1967 var hún brúuð. Brúin er 108 m löng. http://live.mila.is/jokulsarlon/ http://www.nat.is/travelguide/jokulsarlon_ferdavisir.htm http://www.allseasonhotels.is/IS/Ahugaverdir-stadir/Jokulsarlon,-Breidamerkursandi_233/default.aspx http://www.google.com/search?q=j%C3%B6kuls%C3%A1rl%C3%B3n&hl=is&rls=com.microsoft:is:IE-SearchBox&rlz=1I7ADBS_en&prmd=ivnsm&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=1GtCTrbCE8egOsDo_cIJ&ved=0CEUQsAQ&biw=1031&bih=965

Mærkede steder
Jökulsárlón - aðkoma að austanverðu
aðkoma að austanverðu

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede



Jökulsárlón - Aðkoma að vestanverðu
Aðkoma að vestanverðu

FluebenPersoner med astma og allergi
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede, Hørehandicappede, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder



Jökulsárlón - Bátabryggja
Bátabryggja

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede


Kontaktinformationer
AdresseJökulsárlón 1, 781 Höfn

Telefon535 5500

Emailupplysingar@ferdamalastofa.is

Hjemmesidewww.ferdamalastofa.is

Ulla Kramer

Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.

info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96