MS félagið - skrifstofa
MS-félag Íslands Félagið var stofnað þann 20. september árið 1968. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-sjúklinga og meginmarkmið þess er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum. MS eða Multiple Sclerosis er taugasjúkdómur í miðtaugakerfi sem hrjáir um 390 Íslendinga. Um 75% MS-sjúklinga greinast fyrir 35 ára aldur og lifa í óvissu um það hversu mikið mark sjúkdómurinn muni setja á líf þeirra og fjölskyldur. MS er ennþá ólæknandi sjúkdómur. Þjónusta á vegum MS-félags Íslands: Skrifstofa félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík er að öllu jöfnu opin milli kl. 10 og 15 alla virka daga. Á skrifstofunni er hægt að nálgast ýmis konar upplýsingar og aðstoð, sem og panta tíma hjá félagsráðgjafa, skrá sig á námskeið, panta íbúðina ofl. Síminn er 568 8620 og tölvupóstfang msfelag@msfelag.is. Formaður er með viðtalstíma á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13 og 15. Gott er að hringja á undan sér og athuga með tíma. Félagsráðgjafi er með viðveru á föstudögum. Hægt er að panta viðtalstíma eða símaviðtal. Félagsráðgjafi hefur einnig umsjón með úthlutun styrkja fyrir sálfræðimeðferð. Svæðanuddari er með viðveru á mánudögum, nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 898 2970 (Ingdís). Íbúð MS-félagsins að Sléttuvegi 9 í Reykjavík stendur félagsmönnum og aðstandendum til boða. Íbúðin er í lyftuhúsi og er sérútbúin fyrir fatlaða. Útbúnaður miðast við fjóra og er einnig hægt að leigja sængurföt og handklæði. Nánari upplýsingar og myndir er að finna á heimasíðunni www.msfelag.is. MS Setrið, þekking, þjálfun, þjónusta er starfrækt í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5. Í MS Setrinu fá MS-sjúklingar viðeigandi umönnun og endurhæfingu. Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.msfelag.is og í síma 568 8630. Spjallhópar. Á heimasíðunni www.msfelag.is er að finna upplýsingar um spjallhópa og tengiliði félagsins víðsvegar um landið. Veturinn 2010/2011 er hægt að sækja um styrk til félagsins til að koma á fót og/eða efla spjallhópa utan höfuðborgarsvæðisins. Minningarkort og gjafakort. Hægt er að styrkja félagið með því að senda minningarkort eða gjafakort í nafni þess. Kortin má panta í síma 568 8620 eða með tölvupósti msfelag@msfelag.is Hægt er að greiða með greiðslukortum, millifærslu eða gíróseðli. Áprentaður texti er á minningarkortum en hægt er að ráða texta á gjafakortum.









Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.
info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96