Godadgang Logo

Öngulstaðir III - Sveitahótel - neðri hæð

Öngulstaðir III - Sveitahótel - neðri hæð

Skráningin gildir fyrir neðri hæð hússins. Aðkoma er frá bílastæði sérmerktu fyrir hreyfihamlaða. Á neðri hæðinni er veitingasalur, snyrtingar og herbergi. Heimilslegt andrúmsloft í sveitasælunni. Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Ferðaþjónustuna Öngulsstöðum í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Búið er að breyta fjósi í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum og baðherbergjum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er m.a. er boðið upp á heimabakað góðgæti. Einnig er hægt að panta kvöldverð á staðnum og er lagt uppúr því að maturinn sé heimilislegur og hráefnið gott. Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu, hestaferðir og íslenskt dýralíf má finna á næsta bæ auk þess sem margar fínar og léttar gönguleiðir eru á svæðinu. Öngulsstaðir er kjörinn fyrir fólk sem vill vera í rólegheitum í sveitasælunni. Á staðnum er heitur pottur þar sem gestir geta hvílt sig eftir ferðalög dagsins og notið fallegs útsýnis yfir Eyjafjörðinn. Yfir vetrartímann eru Öngulsstaðir frábær staður fyrir skíðafólk en á staðnum er geymsla fyrir skíði og búnað. Vel útbúinn fundarsal er að finna á eftri hæð hótelsins sem er tilvalinn fyrir fundi, litlar ráðstefnur og námsskeið. Veitingasalurinn á neðri hæðinni hentar vel undir ýmiskonar veislur og uppákomur. Ferðaþjónustan Öngulsstöðum 601 Akureyri www.ongulsstadir.is hrefna@ongulsstadir.is

Oversigt over Öngulstaðir III

Klik på "alle" eller en gruppe for flere detaljer
Information ALLE
Udråbstegn Kørestolsbrugere
Udråbstegn Gang-, arm- og håndhandicappede
Flueben Synshandicappede
Flueben Hørehandicappede
Flueben Personer med astma og allergi
Flueben Udviklingshandicappede
Flueben Personer med læsevanskeligheder
Kontaktinformationer
AdresseÖngulstöðum 3, 601 Akureyri

Ulla Kramer

Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.

info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96