Öngulstaðir III - Sveitahótel - Veitingasalur
Skráningin gildir fyrir neðri hæð hússins. Aðkoma er frá bílastæði sérmerktu fyrir hreyfihamlaða. Á neðri hæðinni er veitingasalur, snyrtingar og herbergi. Heimilslegt andrúmsloft í sveitasælunni. Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Ferðaþjónustuna Öngulsstöðum í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Búið er að breyta fjósi í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum og baðherbergjum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar er m.a. er boðið upp á heimabakað góðgæti. Einnig er hægt að panta kvöldverð á staðnum og er lagt uppúr því að maturinn sé heimilislegur og hráefnið gott. Í nágrenninu má finna margskonar afþreyingu, hestaferðir og íslenskt dýralíf má finna á næsta bæ auk þess sem margar fínar og léttar gönguleiðir eru á svæðinu. Öngulsstaðir er kjörinn fyrir fólk sem vill vera í rólegheitum í sveitasælunni. Á staðnum er heitur pottur þar sem gestir geta hvílt sig eftir ferðalög dagsins og notið fallegs útsýnis yfir Eyjafjörðinn. Yfir vetrartímann eru Öngulsstaðir frábær staður fyrir skíðafólk en á staðnum er geymsla fyrir skíði og búnað. Vel útbúinn fundarsal er að finna á eftri hæð hótelsins sem er tilvalinn fyrir fundi, litlar ráðstefnur og námsskeið. Veitingasalurinn á neðri hæðinni hentar vel undir ýmiskonar veislur og uppákomur. Ferðaþjónustan Öngulsstöðum 601 Akureyri www.ongulsstadir.is hrefna@ongulsstadir.is









Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.
info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96