Godadgang Logo

Reykjanesbær - íþróttamiðstöð Njarðvíkur

Reykjanesbær - íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Reykjanesbær - íþróttamiðstöð Njarðvíkur

Íþróttamiðstöð Njarðvíkur er opin alla daga. Þar er að finna aðstöðu til margvíslegra íþróttaiðkana. Þar er m.a. stundaður körfubolti, fótbolti, sund, júdó, þríþraut og lyftingar svo eitthvað sé nefnt. 1. hæð: Á 1. hæðinni er íþróttasalur og búningsherbergi. 2. hæð: Á 2. hæð er félagsheimili, skrifstofur og snyrting aðgengileg fötluðu fólki. Þar er einnig að finna lítinn sal sem notaður er fyrir ýmislegt t.a.m. jóga. Á 2. hæðinni er farið inn á áhorfendastæði fyrir íþróttasalinn. Áhorfendasvæðið er með steyptum pöllum sem setið er á og þrepin í gönguleiðinni eru einnig steypt. Einungis er hægt að koma hjólastólum fyrir á efsta þrepinu/pallinum. Hægt er að fara upp á 2. hæð eftir breiðum tröppum sem eru með góðum, samfelldum, handlistum beggja vegna og einnig með pallalyftu, ath. að halda þarf tökkunum niðri á meðan lyftan fer á milli hæða, hurðin er ekki sjálfonandi. Kjallari: Sundlaugin er í kjallaranum og þangað niður er hægt að fara um tröppur eða með tröppulyftu. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að athafna sig án aðstoðar í búningsherbergjunum. Hurðir eru þröngar og víða háir þröskuldar og þrep. Bekkir eru steyptir og ekki auðvelt að komast upp að þeim þar sem ekki er opið undir þá. Engin aðgengileg snyrting er í kjallaranum heldur þarf að fara upp á 2. hæð hússins. Sundlaug og búningsklefar: Umferðarleið inn á sundlaugarsvæðið eru þröngar, gangur er 78 cm á breidd og umferðamál hurðar inn í búningsklefa er 64 cm. Bekkir inni í búningsklefum eru steyptir. Mjög erfitt fyrir fatlað fólk að athafna sig án aðstoðar. Engin snyrting aðgengileg fötluðu fólki er í sundlaugarklefunum. Gufa: Flott gufa (sauna) er í kjallaranum og allt umhverfi hennar mjög skemmtilegt en alls ekki aðgengilegt nema með aðstoð. Engin aðgengileg snyrting. Þreksalur: Þreksalur er við hlið afgreiðslu í kjallaranum og eru sérstakir búningsklefar fyrir salinn. Hvorki er gott aðgengi í búningsklefum eða í þreksalnum. Umferðrmál hurðar inn í þreksalinn er 64 cm og 14 cm þrep niður. Heitir pottar utandyra: Uferðarleiðir út að pottunum eru þröngar og nokkrar tröppur eru upp á svæðið við pottana þegar út er komið, handlistar eru við tröppur. Hjálpartæki: Hægt er að fá lánaðan plast-sturtustól á hjólum sem og sturtustól með neti og háu baki.

Mærkede steder
Reykjanesbær - Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur

FluebenSynshandicappede, Hørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede



Reykjanesbær íþróttamiðstöð Njarðvíkur - sund
Reykjanesbær íþróttamiðstöð Njarðvíkur - sund

FluebenSynshandicappede, Hørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede



Reykjanesbær Íþróttamiðstöð Njarðvíkur félagsheimili
Reykjanesbær Íþróttamiðstöð Njarðvíkur félagsheimili

FluebenKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede, Hørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder



Reykjanesbær íþróttamiðstöð Njarðvíkur þreksalur
Reykjanesbær íþróttamiðstöð Njarðvíkur þreksalur

FluebenSynshandicappede, Hørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede


Kontaktinformationer
AdresseNorðurstíg 4, 260 Reykjanesbæ

Telefon421 2744, 421 4567

Emailreykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Hjemmesidewww.reykjanesbaer.is

Ulla Kramer

Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.

info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96