Godadgang Logo

Ásbyrgi

Ásbyrgi

Ásbyrgi er án efa einhver mesta náttúruperla landsins. Það er gríðarmikil hamrakvos sem gengur inn í Ásheiðina vestan Jökulsár á Fjöllum. Hamraveggirnir sem umlykja kvosina hækka eftir því sem innar dregur og verða allt að 100 metra háir. Ásbyrgi er um 3,5 km að lengd og 1,1 km að þvermáli þar sem það er breiðast. Fremst í byrginu miðju er Eyjan, um 250 m breið þar sem hún rís upp af flatlendinu norðan byrgisins en mjókkar og hækkar eftir því sem innar dregur þar til þverhníptir hamraveggirnir beggja vegna mætast í hárri hamraegg sem minnir helst á skipsstefni í lögun. Hóffar Sleipnis Sögur herma að eitt sinn hafi Sleipnir, hestur Óðins drepið niður fæti norður í Kelduhverfi og við það hafi Ásbyrgi orðið til. Þannig skýrði alþýða manna fyrr á öldum þetta stórfenglega skeifulaga gljúfur. Á síðari tímum hafa ýmsar aðrar tilgátur verið settar fram um tilurð þessa einstaka náttúruundurs en flest bendir til þess að Ásbyrgi hafi myndast í tveimur hamfarahlaupum sem urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. Eyjan í Ásbyrgi Eyjan skagar eins og risastórt skipsstefni inn úr mynni Ásbyrgis. Merki um slík hamfarahlaup sjást hvarvetna meðfram ánni, allt upp til Vatnajökuls og að Ásbyrgi liggja greinilegir farvegir frá gljúfrunum við Kvíar. Einhver þessara hlaupa hafa streymt beinustu leið norður yfir Ásheiði og grafið út þau miklu gljúfur sem nú heita Ásbyrgi. Perlan við straumanna festi Ásbyrgi var hluti Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum sem stofnaður var 1973 en varð hluti af Vatnajökulsþjóðgarði þegar hann var stofnaður árið 2008. Að koma inn í Ásbyrgi af hinum víðfeðmu söndum sem Jökulsá hefur borið fram, er eins og að koma inn í annan heim, óvænta paradís. Hið innra er Ásbyrgi kjarri og skógi vaxið. Birkið er þar ríkjandi en einnig finnast þar reynitré og víðir auk nokkurs fjölda af erlendum barrtrjám. Birkiskógurinn er friðaður og í eigu Skógræktar ríkisins sem hefur af honum nytjar. Gljúfrastofa Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðsins er staðsett í Gljúfrastofu Við veginn inn í Ásbyrgi, í mynni þess stendur bygging sem eitt sinn var hlaða en hefur nú verið breytt í glæsilega gestastofu sem nefnd er Gljúfrastofa. Þar inni er upplýsingamiðstöð Þjóðgarðsins með salernisaðstöðu, fundaherbergi og sýningarsal. Í honum er einstaklega vel og skemmtilega hönnuð sýning um náttúrufar og sögu Jökulsárgljúfra sem er í senn fræðandi og áhugaverð fyrir alla aldurshópa. Viðkoma í Gljúfrastofu áður en haldið er inn í Þjóðgarðinn veitir gestum á skemmtilegan hátt margs konar fróðleik sem veitir heimsókninni og upplifuninni enn meira gildi. Þjónusta og afþreying Í Ásbyrgi er tjaldstæði með góða aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn. Þar er gæsla, snyrti- og þvottaaðstaða, húsbíla- og tjaldvagnastæði leiktæki og margt fleira. Fjölmargar merktar gönguleiðir eru í Ásbyrgi og um þjóðgarðinn allan. Á sumrin bjóða starfsmenn þjóðgarðsins upp á fasta dagskrá þar sem m.a. eru barnastundir, kvöldvökur og svo auðvitað fjölbreyttar gönguferðir. Hægt er að velja stutta göngu í Ásbyrgi eða tveggja daga göngu upp að Dettifossi og allt þar á milli. Fyrir þá sem kjósa að fara sínar eigin leiðir eru á boðstólum kort og bæklingar auk þess sem göngustígar eru greinilegir og vel merktir og lítil upplýsingaskilti við þá, fræða fólk um þær trjá- og blómategundir sem á vegi þeirra kunna að verða. Heimild: upplýsingar af vef www.nordausturland.is Áhugaverðar krækjur: http://www.nordausturland.is

Mærkede steder
Ásbyrgi - bílastæði og snyrting
bílastæði og snyrting

FluebenKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Hørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnSynshandicappede



Ásbyrgi - Botnstjörn
Botnstjörn

FluebenHørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Synshandicappede



Ásbyrgi - Botnstjörn, efri útsýnispallur
Botnstjörn, efri útsýnispallur

FluebenKørestolsbrugere, Gang-, arm- og håndhandicappede, Hørehandicappede, Personer med astma og allergi, Udviklingshandicappede, Personer med læsevanskeligheder
UdraabstegnSynshandicappede



Ferðamálastofa- Náttúruperlur - Visit Iceland
Ferðamálastofa- Náttúruperlur - Visit Iceland


Kontaktinformationer
AdresseÁsbyrgi 1, 671 Kópaskeri

Telefon535 5500

Emailupplysingar@ferdamalastofa.is

Hjemmesidewww.ferdamalastofa.is

Ulla Kramer

Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.

info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96