Námafjall - Hverir við Mývatn
Jarðhitasvæðið við Námafjall er eitt fjölsóttasta hverasvæði á Íslandi. Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið og er meginuppstreymið austan við fjallið. Það hefur á síðari árum gengið undir nafninu Hverarönd. Hverarönd var hins vegar upprunalega nafn á grasspildu austur af hverunum. Mikil hveravirkni er á Hverarönd, bæði gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leirhverirnir eru áberandi stórir og vekja yfirleitt mikla athygli ferðalanga. Gufuhverirnir eru hins vegar margir hverjir ekki annað en borholur sem búið er að hlaða grjóti yfir. Á háhitasvæðinu er jarðvegurinn ófrjór og gróðurlaus en vegna áhrifa hveraloftsins er hann mjög súr. Talsverð brennisteinsútfelling er frá hverunum og var verulegt brennisteinsnám við Námafjall fyrr á öldum. Auðguðust eigendur Reykjahlíðar mjög á sölu brennisteins á miðöldum en hann var notaður í púðurgerð. Jarðhitasvæðið var, eins og Skútustaðahreppur allur, friðlýst árið 1974. Ástæða er til að vara fólk við ótraustum jarðvegi og háum hita Heimild: Skútustaðahreppur, www.myv.is http://www.myv.is/ferdaupplysingar/ahugaverdir-stadir/









Ring eller skriv til os, hvis du har en virksomhed eller en bygning, som skal God Adgang mærkes.
info@godadgang.dk - tel. 51 34 35 96